Starfssvið umboðsmanns Alþingis og skilyrði þess að umboðsmaður fjalli um kvörtun. Málskot til æðra stjórnvalds. Málskot til fjármálaráðuneytisins.

(Mál nr. 716/1992)

Máli lokið með áliti, dags. 19. nóvember 1992.

A kvartaði út af launamisrétti hjá Ríkisútvarpinu. Fram kom í kvörtun hennar, að hún hefði einnig borið málið undir Jafnréttisráð. Þá varð ráðið af gögnum málsins, að fjármálaráðuneytið hefði ekki úrskurðað formlega í málinu. Með vísan til þess að ekki verður kvartað til umboðsmanns, fyrr en æðra stjórnvald hefur fellt úrskurð sinn í máli, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 13/1987 um umboðsmann Alþingis, taldi ég ekki skilyrði til þess, að svo stöddu, að fjalla um málið. Ég kynnti starfsmanni Jafnréttisráðs þessa niðurstöðu mína. Ég benti A hins vegar á, að ef hún teldi úrlausn fjármálaráðuneytisins og Jafnréttisráðs ekki viðunandi, væri henni heimilt að bera fram kvörtun við umboðsmann Alþingis á ný.