Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11697/2022)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu mennta- og barnamálaráðuneytisins á kæru.

Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns kom fram að gagnaöflun væri lokið og ákvörðunar að vænta í málinu í síðasta lagi í byrjun júlí. Ekki var því ástæða til að aðhafast frekar.

 

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 31. maí 2022, sem hljóðar svo:

 

Vísað er til kvörtunar yðar 18. maí sl., sem lýtur að töfum á afgreiðslu mennta- og barnamálaráðuneytisins á kæru sem þér beinduð til ráðu­neytisins í október sl.

Í tilefni af kvörtuninni var ráðuneytinu ritað bréf 30. maí sl. þar sem óskað var eftir að það veitti upplýsingar um hvað liði meðferð og afgreiðslu málsins. Nú hefur borist svarbréf frá ráðuneytinu 31. sama mánaðar þar sem gerð er grein fyrir meðferð málsins. Er m.a. tekið fram að gagnaöflun hafi lokið 30. mars sl. og stefnt sé að því að ákvörðun í málinu liggi fyrir í síðasta lagi 4. júlí nk.

Í ljósi framangreinds tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtun yðar að svo stöddu. Lýk ég því meðferð minni á henni með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Verði frekari tafir á meðferð málsins getið þér leitað til mín á ný teljið þér ástæðu til þess.