Þinglýsingar.

(Mál nr. 11574/2022)

Kvartað var yfir því að sýslumaðurinn á Suðurlandi hefði ekki brugðist við tölvupósti um eigendaskráningu á jörð.

Sýslumaður upplýsti að málinu væri að mestu lokið og vonast væri til að því lyki að fullu innan tiltekins tíma. Í ljósi þessa taldi umboðsmaður ekki tilefni til að aðhafast frekar að svo stöddu.

 

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 28. júní 2022, sem hljóðar svo:

 

Vísað er til kvörtunar yðar 23. febrúar sl. yfir því að sýslumaðurinn á Suðurlandi hafi ekki brugðist við tölvubréfi 13. desember sl. um eigendaskráningu á jörðinni X.

Í tilefni af kvörtun yðar var sýslumanninum á Suðurlandi ritað bréf 28. febrúar sl. þar sem þess var óskað að hann upplýsti um hvort erindið hefði borist og þá hvað liði meðferð og afgreiðslu þess. Í svarbréfi sýslumanns 15. júní sl. kemur fram að erindinu hafi nú verið svarað og að upplýst hafi verið hvaða þáttum þess sé lokið. Einn þáttur erindisins standi eftir, er varði eignarhald yðar að 1/14 hluta í jörðinni X. Málinu hafi verið falið fulltrúa til meðferðar og vonast sé til að því verði lokið fyrir 19. júlí nk.

Í ljósi þess að sýslumaður hefur nú lokið afgreiðslu sinni á hluta erindisins og upplýst að niðurstöðu sé að vænta í þeim hluta sem eftir stendur tel ég ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna málsins að svo stöddu. Ef fyrirætlanir sýslumanns um að ljúka málinu ganga hins vegar ekki eftir getið þér leitað til umboðsmanns á ný með kvörtun af því tilefni.

Með vísan til framangreinds læt ég athugun minni á málinu lokið, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.