Málsmeðferð og starfshættir stjórnsýslunnar.

(Mál nr. 11716/2022)

Kvartað var yfir ýmsu sem umboðsmaður hafði áður fjallað um.

Ekki voru skilyrði til að fjalla um kvörtunina og að öðru leyti vísað í fyrri bréf umboðsmanns.

 

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 28. júní 2022, sem hljóðar svo:

 

Vísað er til kvörtunar yðar 3. júní sl. en efni hennar verður skilið þannig að hún tengist atriðum sem þér hafið áður kvartað yfir til umboðsmanns Alþingis, sbr. m.a. mál nr. 9132/2016.

Líkt og áður hefur verið rakið í bréfum umboðsmanns til yðar er hlutverk hans samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Í ákvæðum 4. og 6. gr. laganna er fjallað nánar um skilyrði þess að kvörtun verði tekin til meðferðar, en af kvörtun yðar og gögnum sem henni fylgdu verður ekki ráðið að þau skilyrði séu uppfyllt.

Af þeim sökum og að öðru leyti með vísan til fyrri bréfi umboðmanns til yðar, einkum 23. desember 2016 og 13. febrúar 2017 í fyrrgreindu máli nr. 9132/2016, lýk ég athugun á kvörtun yðar, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.