Skattar og gjöld.

(Mál nr. 11755/2022)

Kvartað var innheimtu Skattsins á skuld.

Ekki varð annað ráðið af kvörtuninni en Skatturinn hefði móttekið athugasemdir og orðið við beiðni um leiðréttingu og því ekki tilefni til að taka málið til nánari athugunar.

 

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 29. júní 2022, sem hljóðar svo:

 

Vísað er til kvörtunar yðar 24. júní sl. sem beinist að Skattinum og lýtur að innheimtu skattskuldar.

Í kvörtuninni kemur fram að þér hafið gert samning við Skattinn vegna skuldarinnar og greitt af henni í samræmi við hann. Þrátt fyrir það hafi Skatturinn sent vinnuveitanda yðar innheimtubréf og krafist þess að öll skuldin yrði gerð upp. Auk þess hafi verið dregið af launum yðar í síðasta mánuði vegna skuldarinnar og því hafið þér greitt tvöfalt þann mánuðinn. Í kvörtuninni kemur jafnframt fram að þér hafið gert athugasemdir við það og Skatturinn hafi í kjölfarið endurgreitt yður það sem ofgreitt var. Þar sem ekki verður annað ráðið af kvörtuninni en að Skatturinn hafi móttekið athugasemdir yðar og orðið við beiðni yðar um leiðréttingu tel ég ekki tilefni til þess að taka kvörtun yðar til nánari athugunar.

Með hliðsjón af framangreindu, og með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, lýk ég umfjöllun minni vegna kvörtunarinnar.