Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11709/2022)

Kvartað var yfir töfum á meðferð máls hjá innviðaráðuneytinu í tilefni af stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar Samgöngustofu.

Í kjölfar fyrirspurnar umboðsmanns upplýstir ráðuneytið að úrskurður hefði verið kveðinn upp nokkru síðar og sendur viðkomandi. Ekki var því tilefni til frekari athugunar.

 

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 5. ágúst 2022, sem hljóðar svo:

 

Vísað er til kvörtunar yðar 27. maí sl. fyrir hönd A yfir töfum á meðferð máls hjá innviðaráðuneytinu í til­efni af stjórnsýslukæru 11. október sl. vegna ákvörðunar Samgöngu­stofu 28. september sl.

Í tilefni af kvörtuninni var ráðuneytinu ritað bréf 2. júní sl. þar sem óskað var eftir að upplýst yrði um hvað liði meðferð og af­greiðslu málsins. Ráðuneytið hefur nú upplýst að úrskurður í málinu hafi verið kveðinn upp 20. júlí sl. og hann verið sendur A.

Með vísan til þess sem rakið er að framan er ekki tilefni til frekari athugunar á kvörtun yðar og læt ég henni því lokið, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.