Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11759/2022)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins á stjórnsýslukæru.

Sama dag og umboðsmaður grennslaðist fyrir um málið hjá ráðuneytinu upplýsti sá er kvartaði að málinu væri lokið með úrskurði. Ekki var því ástæða til að aðhafast frekar.

 

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 10. ágúst 2022, sem hljóðar svo:

 

Vísað er til kvörtunar yðar 29. júní sl. fyrir hönd A ehf. yfir töfum á afgreiðslu félags- og vinnumarkaðs-ráðuneytisins á stjórnsýslu­kæru félagsins.

Í tilefni af kvörtun yðar var ráðuneytinu ritað bréf 1. júlí sl. þar sem óskað var upplýsinga um hvað liði meðferð og afgreiðslu kærunnar. Samdægurs upplýstuð þér að málinu hefði lokið með úrskurði ráðu­neytisins. Samkvæmt úrskurðarorði var hin kærða ákvörðun Vinnu­mála­stofnunar staðfest.

Þar sem kvörtun yðar lýtur að töfum á afgreiðslu framangreinds máls og nú liggur fyrir að ráðuneytið hefur kveðið upp úrskurð í því tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af henni. Lýk ég því meðferð minni á kvörtun yðar með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.