Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11660/2022)

Kvartað var yfir því að bótanefnd skv. lögum nr. 69/1995 um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota hefði hvorki fjallað um umsókn né svarað fyrirspurnum um afgreiðslu málsins.

Í kjölfar fyrirspurnar umboðsmanns afgreidd nefndin erindið og greiddi bætur.

 

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 22. ágúst 2022, sem hljóðar svo:

 

Vísað er til kvörtunar yðar 13. apríl sl. yfir því að bótanefnd samkvæmt lögum nr. 69/1995, um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, hafi hvorki fjallað um umsókn yðar frá 25. september 2018 né svarað fyrirspurnum yðar um afgreiðslu málsins.

Í tilefni af kvörtuninni var nefndinni ritað bréf 9. maí sl. þar sem óskað var eftir því að umboðsmanni Alþingis yrðu veittar upplýsingar um hvort erindi yðar hefðu borist og þá hvað liði meðferð og afgreiðslu málsins. Mér hefur nú borist svarbréf nefndarinnar 18. þessa mánaðar þar sem fram kom að nefndin hefði afgreitt umsókn yðar 13. maí sl. og greitt yður bætur.

Þar sem kvörtun yðar lýtur að því að umsókn yðar hafi ekki verið afgreidd og nú liggur fyrir samkvæmt upplýsingum frá bótanefnd að það hefur verið gert lýk ég athugun minni á kvörtuninni, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.