Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11839/2022)

Kvartað var töfum á afgreiðslu Akureyrarbæjar á erindi.  

Við eftirgrennslan kom í ljós að bærinn hafði svarað erindinu, boðað til fundar og vonir stæðu til að ljúka málinu í október 2022. Í ljósi þessara áforma var ekki ástæða til að umboðsmaður aðhefðist frekar að svo stöddu.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 6. október 2022, sem hljóðar svo:

   

  

Vísað er til kvörtunar yðar 12. september sl., f.h. A, yfir töfum á afgreiðslu Akureyrarbæjar á erindi vegna bótakröfu, sem A gerði fyrir hönd ólögráða sonar síns.

Í tilefni af kvörtun yðar var Akureyrarbæ ritað bréf 15. september sl. þar sem óskað var upplýsinga um hvort erindið hefði borist sveitarfélaginu og þá hvað liði meðferð og afgreiðslu þess.

Svar Akureyrarbæjar barst 29. september sl. en þar kemur fram að 13. september sl. hafi yður verið kynnt að afgreiðsla erindis yðar f.h. A væri enn í vinnslu og hefðuð þér og verið boðaðar til fundar með bæjarlögmanni Akureyrarbæjar en sá fundur hefði farið fram 22. september sl. Í svarbréfinu kemur einnig fram að sveitarfélagið vonist til þess að málinu ljúki um miðjan októbermánuð 2022.

Þar sem kvörtun yðar lýtur að töfum og í ljósi áforma sveitarfélagsins um að ljúka málinu á næstu dögum tel ég ekki ástæðu til að aðhafst frekar í tilefni af henni að svo stöddu. Lýk ég því meðferð minni á henni með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Verði frekari tafir á meðferð málsins  getið þér leitað til mín á ný teljið þér ástæðu til þess.