Atvinnuleysistryggingar.

(Mál nr. 11756/2022)

Kvartað var yfir úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála.

Í kjölfar fyrirspurna umboðsmanns komst nefndin að þeirri niðurstöðu að taka málin upp að nýju og því ekki efni til að aðhafast frekar.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 13. október 2022.

  

   

Vísað er til kvörtunar yðar 27. júní sl. fyrir hönd A yfir úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála 26. ágúst 2021 í máli nr. 167/2021.

Með bréfum til úrskurðarnefndar velferðarmála 29. júní og 20. september sl. var óskað eftir gögnum málsins svo og skýringum á nánar tilgreindum atriðum. Í síðara svarbréfi nefndarinnar kemur fram að hún hafi ákveðið að endurupptaka mál umbjóðanda yðar. 

Í ljósi framangreinds tel ég ekki tilefni til þess að aðhafast frekar vegna kvörtunarinnar að svo stöddu og læt athugun minni á málinu lokið, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Ef þér teljið umbjóðanda yðar enn beittan rangsleitni að fengnum nýjum úrskurði í málinu getið þér leitað til mín að nýju með kvörtun þar að lútandi.