Kvartað var yfir því að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefði ekki fallist á að taka fæðingarvottorð útgefið af Landspítatala gilt við könnun hjónavígsluskilyrða.
Ekki varð annað ráðið en málið væri enn til meðferðar hjá embætti sýslumanns og því ekki skilyrði til að umboðsmaður fjallaði um erindið að svo stöddu. Auk þess mætti skjóta niðurstöðu hans, þegar þar að kæmi, til dómsmálaráðuneytisins áður en til kasta umboðsmanns gæti komið.
Kvörtunin varð þó umboðsmanni tilefni til að spyrja sýslumann um tiltekin atriði í tengslum afgreiðslu þessa máls, m.a. á hvaða lagagrundvelli framkvæmd sýslumanns væri reist. Einnig hvort eitthvað sé því til fyrirstöðu að sýslumaður leiti sjálfur til Þjóðskrár Íslands og afli fæðingarvottorðs.
Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 10. október 2022.