Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11878/2022)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu ríkisskattstjóra á beiðnum um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlends fyrirtækis.

Í kjölfar fyrirspurnar umboðsmanns upplýsti ríkisskattstjóri að allar umsóknir félagsins um endurgreiðslu hefðu verið afgreiddar og því ekki ástæða til að aðhafast frekar.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 14. nóvember 2022.

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar 10. október sl. yfir töfum á afgreiðslu ríkisskattsstjóra á beiðnum yðar 29. maí 2019 um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlends fyrirtækis.

Í tilefni af kvörtun yðar var ríkisskattstjóra ritað bréf 17. október sl. þar sem óskað var upplýsinga um hvað liði meðferð og afgreiðslu beiðnanna.

Svar ríkisskattstjóra barst 31. október sl. en þar kemur fram að sama dag hafi yður verið send ákvörðun í málinu þar sem allar umsóknir félagsins um endurgreiðslu hafi verið afgreiddar.

Þar sem kvörtun yðar lýtur að töfum á afgreiðslu framangreindra beiðna og nú liggur fyrir að ríkisskattstjóri hefur afgreitt þær tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af henni. Lýk ég því meðferð minni á kvörtuninni með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.