Skipulags- og byggingarmál.

(Mál nr. 11912/2022)

Kvartað var yfir úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.  

Þar sem úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp utan þess ársfrests sem gefst til að kvarta til umboðsmanns voru ekki skilyrði til að hann fjallaði um málið.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 14. nóvember 2022.

   

   

Vísað er til kvörtunar yðar 7. nóvember sl. yfir úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 29. október 2021 í máli nr. 112/2021.

Í tilefni af kvörtun yðar skal tekið fram að í 6. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, er mælt fyrir um skilyrði þess að kvörtun verði tekin til meðferðar af hálfu umboðsmanns. Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. skal bera kvörtun fram innan árs frá því er stjórnsýslugerningur sá, er um ræðir, var til lykta leiddur. Í ljósi þess að úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp 29. október 2021 er ljóst að kvörtun yðar barst ekki innan þess tímafrests. Brestur því lagaskilyrði til þess að kvörtun yðar verði tekin til frekari meðferðar.

Með vísan til framangreinds lýk ég athugun minni á málinu, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.