Skipulags- og byggingarmál. Tafir hjá stjórnvaldi á meðferð máls.

(Mál nr. 11888/2022)

Kvartað var yfir töfum á meðferð máls hjá byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.  

Í kjölfar eftirgrennslan umboðsmanns upplýsti Reykjavíkurborg að brugðist hefði verið við úrskurðinum með bréfi til viðkomandi og málinu væri lokið. Lauk því umboðsmaður athugun sinni.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 30. nóvember 2022.

  

   

Vísað er til kvörtunar yðar 18. október sl. yfir töfum á meðferð máls hjá byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 27. september sl.

Í tilefni af kvörtuninni var Reykjavíkurborg ritað bréf 25. október sl. þar sem óskað var eftir að upplýst yrði hvað liði meðferð og afgreiðslu málsins. Reykjavíkurborg hefur nú upplýst að brugðist hafi verið við úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála með bréfi til yðar 21. nóvember sl.

Þar sem kvörtun yðar lýtur að töfum á meðferð málsins af hálfu Reykjavíkurborgar og nú liggur fyrir samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélaginu að málinu hefur verið lokið lýk ég athugun minni á kvörtuninni, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Ég bendi þó á að ef þér teljið afstöðu Reykjavíkurborgar sem birtist í bréfinu 21. nóvember sl. fela í sér stjórnvaldsákvörðun eigið þér þann kost að bera hana undir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála á grundvelli 59. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki. Ef þér teljið yður enn beittan rangsleitni að fenginni niðurstöðu nefndarinnar getið þér leitað til mín að nýju með kvörtun þar að lútandi.