Fullnusta refsinga.

(Mál nr. 11939/2022)

Kvartað var vegna beiðni um flutning í opið fangelsi. 

Þar sem fyrir lá að beiðnin hefði verið samþykkt og viðkomandi kominn í slíkt úrræði var ekki ástæða til að fjalla frekar um kvörtunina.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 5. desember 2022.

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar 30. nóvember sl. sem lýtur að beiðni yðar um flutning í opið fangelsi. Líkt og fram kom í samtali starfsmanns umboðsmanns við yður 5. desember sl. liggur nú fyrir að sú beiðni yðar hefur verið samþykkt og að þér afplánið nú í fangelsinu Sogni.

Þar sem fallist hefur verið á beiðni yðar tel ég ekki ástæðu til að fjalla nánar um kvörtun yðar. Læt ég því umfjöllun minni um kvörtun yðar lokið, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.