Kvartað var yfir því að heilbrigðisráðuneytið hefði ekki svarað erindi sem því hefði verið sent í byrjun júlí.
Í svari frá ráðuneytinu kom fram að fyrir mistök hefði farist fyrir að svara en úr því hefði nú verið bætt. Ekki var því tilefni til að aðhafast frekar.
Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 16. desember 2022.
Vísað er til kvörtunar yðar 17. nóvember sl. yfir því að heilbrigðisráðuneytið hafi ekki svarað erindi yðar vegna veitingar tiltekinnar heilbrigðisþjónustu.
Í tilefni af kvörtuninni var heilbrigðisráðuneytinu ritað bréf 21. nóvember sl. þar sem óskað var upplýsinga um hvort erindi yðar 7. júlí sl. hafi borist ráðuneytinu og hvað liði afgreiðslu þess. Svarbréf ráðuneytisins barst 15. desember sl. og í því kemur fram að fyrir mistök hafi farist fyrir að svara erindi yðar en úr því hafi verið bætt með svarbréfi 15. desember sl.
Þar sem kvörtun yðar lýtur að töfum og nú liggur fyrir að ráðuneytið hefur svarað erindum yðar tel ég ekki tilefni ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af henni.
Lýk ég því meðferð minni á kvörtun yðar með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.