Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11963/2022)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á erindum. 

Í kjölfar eftirgrennslan umboðsmanns var erindunum svarað og því ekki ástæða til að aðhafast frekar.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 16. janúar 2023.

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar 14. desember sl. yfir töfum á afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á erindum, sem þér senduð ráðuneytinu annars vegar 22. júlí og hins vegar 4. október sl.

Í tilefni af kvörtun yðar var fjármála- og efnahagsráðuneytinu ritað bréf 19. desember sl. þar sem óskað var upplýsinga um hvort erindin hefðu borist ráðuneytinu og þá hvað liði meðferð og afgreiðslu þeirra.

Svar ráðuneytisins barst 12. janúar sl. en þar kemur fram að erindum yðar hafi verið svarað 9. sama mánaðar og fylgdi afrit af svarbréfi ráðuneytisins til yðar með svari þess til umboðsmanns.

Þar sem kvörtun yðar lýtur að töfum og í ljósi þess að ráðuneytið hefur svarað erindum yðar, tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af henni að svo stöddu. Lýk ég því meðferð minni á henni með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.