Gjafsókn.

(Mál nr. 12029/2023)

Kvartað var yfir ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að synja beiðni um gjafsókn.

Í kjölfar fyrirspurnabréfa umboðsmanns greindi ráðuneytið frá því að ákveðið hefði verið að endurupptaka málið og óska á ný eftir umsögn gjafsóknarnefndar. Ekki voru því efni til að aðhafast frekar að svo stöddu.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 27. febrúar 2023.

   

   

Vísað er til kvörtunar yðar 31. janúar sl., fyrir hönd A, yfir ákvörðun dómsmála­ráðu­neytisins 11. janúar sl. um að synja beiðni hennar um gjafsókn.

Í tilefni af kvörtun yðar voru dómsmálaráðuneytinu rituð bréf 2. og 16. febrúar sl. þar sem annars vegar var óskað eftir öllum gögnum málsins og hins vegar að veittar yrðu tilteknar upplýsingar og skýringar. Í svarbréfi ráðuneytisins 23. sama mánaðar kom fram að það hefði ákveðið að endurupptaka mál yðar og óska á ný eftir umsögn gjafsóknarnefndar.

Í ljósi þess að ráðuneytið hefur endurupptekið málið eru ekki efni til að aðhafast frekar vegna kvörtunar yðar að svo stöddu og læt ég því athugun minni á málinu lokið, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Ég tek þó fram að ef A telur sig enn beitta rangsleitni að fenginni nýrri niðurstöðu nefndarinnar getur hún eða þér fyrir hennar hönd leitað til mín að nýju með kvörtun þar að lútandi.