Atvinnuréttindi og atvinnuleyfi.

(Mál nr. 12065/2023)

  

Vísað er til kvörtunar yðar 22. febrúar sl. yfir félaginu X ehf.

Samkvæmt 3. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, tekur starfssvið hans til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga auk starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur að lögum verið fengið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Önnur starfsemi einkaaðila fellur hins vegar ekki undir starfssvið umboðsmanns eins og það er afmarkað í lögum nr. 85/1997. Velmerkt ehf. er einkahlutafélag sem komið er á fót með stofnsamningi samkvæmt ákvæðum laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög. Af þeim sökum brestur lagaskilyrði til þess að kvörtunin verði tekin til frekari meðferðar. 

Með vísan til framangreinds og 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997 er umfjöllun minni um erindi yðar lokið.