Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 12042/2023)

Kvartað var yfir töfum á málsmeðferð landlæknis vegna umsókna um starfsleyfi. 

Samkvæmt svari landlæknis var viðkomandi svarað sama dag og umboðsmanni og því ekki tilefni til að aðhafast frekar.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 6. mars 2023.

  

   

Vísað er til kvörtunar yðar 4. febrúar sl. yfir töfum á málsmeðferð landlæknis vegna umsóknar yðar 5. apríl 2020 um leyfi til að starfa sem næringar­ráð­gjafi.

Í tilefni af kvörtun yðar var landlækni ritað bréf 8. febrúar sl. þar sem óskað var upplýsinga um hvað liði meðferð og afgreiðslu umsóknarinnar. Svar landlæknis barst 22. febrúar sl. þar sem fram kemur að sama dag hafi yður verið send ákvörðun í málinu. Þá hefur mér jafnframt borist afrit af téðri ákvörðun landlæknis.

Þar sem kvörtun yðar lýtur að töfum á afgreiðslu framangreindrar umsóknar og nú liggur fyrir að landlæknir hefur afgreitt hana tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af henni. Lýk ég því meðferð minni á kvörtuninni með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Ég tek þó fram að ef þér farið þá leið að leita til heilbrigðisráðuneytisins vegna téðrar ákvörðunar landlæknis og teljið yður enn beitta rangsleitni að fenginni niður­stöðu þess getið þér leitað til mín á ný með kvörtun þar að lútandi.