Dómstólar og réttarfar.

(Mál nr. 12078/2023)

Kvartað var yfir synjun Landsréttar á beiðni um gögn vegna máls sem rekið var fyrir dómstólnum.

Erindið féll utan starfssviðs umboðsmanns þar sem það tekur ekki til starfsemi dómstóla.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 10. mars 2023.

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar 4. mars sl. yfir synjun Landsréttar á beiðni yðar um gögn vegna máls, sem rekið var fyrir dómstólnum.

Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, er hlutverk umboðsmanns að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélag á þann hátt, sem nánar greinir í lögunum, og að tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Í 1. mgr. 3. gr. laganna er kveðið á um að starfssvið umboðsmanns taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga en samkvæmt b-lið 4. mgr. sömu greinar tekur það ekki til starfa dómstóla. Í samræmi við síðastnefnda ákvæðið fellur það utan starfssviðs umboðsmanns að fjalla um starfsemi dómstóla, þ.á m. ákvarðanir um afhendingu gagna.

Með vísan til framangreinds eru ekki uppfyllt skil­yrði til að taka kvörtun yðar til frekari meðferðar og læt ég athugun minni á kvörtun yðar lokið, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.