Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11941/2022)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu félagsþjónustu Bolungarvíkurkaupstaðar á beiðni um gögn.

Eftir ítrekaða eftirgangsmuni fékk umboðsmaður loksins þær upplýsingar frá sveitarfélaginu að erindið hefði verið afgreitt og umbeðin gögn afhent. Ekki var því tilefni til að aðhafast frekar.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 17. mars 2023.

  

   

Vísað er til kvörtunar yðar 2. desember sl., f.h. A, yfir töfum á afgreiðslu félagsþjónustu Bolungarvíkurkaupstaðar vegna beiðni um tilgreind gögn um skjólstæðing yðar.

Í tilefni af kvörtuninni var Bolungarvíkurkaupstað ritað bréf 5. desember sl. þar sem óskað var upplýsinga um hvort erindið hefði borist sveitarfélaginu og þá hvað liði meðferð og afgreiðslu þess. Tilmæli umboðsmanns  voru ítrekuð með bréfi 12. janúar sl., 16. febrúar sl. og 3. mars sl.

Svar Bolungarvíkurkaupstaðar barst umboðsmanni 15. mars sl. en þar kemur fram að erindi yðar vegna beiðni um gögn hafi verið svarað og yður afhent umbeðinn gögn með greinargerð dagsettri 8. desember sl.

Þar sem kvörtun yðar lýtur að töfum og í ljósi þess að sveitarfélagið hefur brugðist við erindi yðar tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af henni. Lýk ég því meðferð minni á henni með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.