Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls. Sveitarfélög.

(Mál nr. 12027/2023)

Kvartað var yfir því að innviðaráðuneytið hefði ekki brugðist við erindi vegna stjórnsýslu sveitarfélags.

Við eftirgrennslan umboðsmanns var erindið afgreitt og því ekki tilefni til að hafast frekar að.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 27. apríl 2023.

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar 29. janúar sl. er lýtur að því að innviðaráðuneytið hafi ekki brugðist við erindi yðar 12. desember 2021 vegna stjórnsýslu Súðavíkurhrepps.

Í tilefni af kvörtun yðar voru innviðaráðuneytinu rituð bréf 9. febrúar og 7. mars sl. þar sem þess var annars vegar óskað að ráðuneytið veitti upplýsingar um hvort erindi yðar hefði borist og þá hvað liði meðferð og afgreiðslu þess og hins vegar að umboðsmanni yrðu veittar nánar tilteknar upplýsingar og skýringar. Svör ráðuneytisins bárust 24. febrúar og 25. apríl sl. en þar kom m.a. fram að það hefði nú afgreitt erindi yðar með áliti á grundvelli 2. tölul. 2. mgr. 112. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Í ljósi þess að kvörtun yðar lýtur að töfum á afgreiðslu framangreinds erindis og þar sem þeirri afgreiðslu er nú lokið tel ég ekki tilefni til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtun yðar. Lýk ég því meðferð minni á máli yðar með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.