Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 12077/2023)

Kvartað var yfir töfum hjá dómsmálaráðuneytinu  á stjórnsýslukæru frá árinu áður.  

Í kjölfar fyrirspurnar umboðsmanns var erindinu svarað og því ekki tilefni til að aðhafast frekar.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 12. maí 2023.

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar frá 2. mars sl. f.h. A vegna tafa á afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á stjórnsýslukæru frá 22. ágúst sl. Lýtur kæran að synjun beiðni yðar um samtal við A í fangelsinu á Hólmsheiði 11. ágúst sl.

Í tilefni af kvörtuninni var dómsmálaráðuneytinu ritað bréf 14. mars sl. þar sem þess var óskað að upplýst yrði hvað liði meðferð og afgreiðslu málsins. Í svari ráðuneytisins 10. maí sl. kemur fram að erindi yðar hafi verið svarað með bréfi ráðuneytisins 2. maí sl. Fylgdi svarinu afrit af bréfi ráðuneytisins til yðar.

Þar sem kvörtunin lýtur að töfum á afgreiðslu máls yðar og nú liggur fyrir að ráðuneytið hefur lokið því tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtun yðar. Lýk ég því meðferð minni á kvörtuninni með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.