Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 12148/2023)

Kvartað var yfir því að menningar- og viðskiptaráðuneytið hefði ekki brugðist við erindi þar sem óskað var eftir að fréttatilkynning á vef Stjórnarráðsins vegna skipunar ferðamálastjóra yrði leiðrétt.  

Í kjölfar fyrirspurnar umboðsmanns var erindinu svarað og því ekki ástæða til að aðhafast frekar.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 11. maí 2023.

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar 15. apríl sl., fyrir hönd X ehf.,  yfir því að menningar- og viðskiptaráðuneytið hafi enn ekki brugðist við erindi yðar frá 24. febrúar sl. þar sem þess er farið á leit við ráðuneytið að það leiðrétti fréttatilkynningu sem birt var á vef Stjórnarráðsins 27. janúar sl. vegna skipunar ferðamálastjóra.

Af þessu tilefni var menningar- og viðskiptaráðuneytinu ritað bréf 26. apríl sl. þar sem óskað var upplýsinga um hvort ráðuneytið hefði erindi yðar til meðferðar og veitti eftir atvikum upplýsingar um hvað liði meðferð og afgreiðslu þess. Svar ráðuneytisins barst 10. maí sl. en þar kemur fram að ráðuneytið hafi lokið afgreiðslu erindis yðar með tölvubréfi til yðar 10. maí sl. þar sem tekin var afstaða til beiðni yðar um leiðréttingu fréttatilkynningarinnar.

Þar sem kvörtun yðar lýtur að töfum á afgreiðslu umrædds erindis og nú liggur fyrir að ráðuneytið hefur brugðist við því tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af henni. Lýk ég því meðferð minni á kvörtuninni með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.