Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls. Gjafsókn.

(Mál nr. 12181/2023)

Kvartað var yfir því að dómsmálaráðuneytið hefði ekki afgreitt beiðni um gjafsókn.

Fram kom í svari frá ráðuneytinu að því hefði borist ný umsögn frá gjafsóknarnefnd þar sem ekki væri mælt með gjafsókn og því hefði beiðninni verið synjað. Þar með var ekki ástæða til að umboðsmaður aðhefðist frekar.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 23. maí 2023.

  

   

Vísað er til kvörtunar yðar 8. maí sl., fyrir hönd A, yfir því að dómsmálaráðuneytið hafi enn ekki afgreitt beiðni A um gjafsókn.

Af þessu tilefni var dómsmálaráðuneytinu ritað bréfi 10. maí sl. þar sem óskað var upplýsinga um hvað liði meðferð og afgreiðslu gjafsóknarbeiðninnar. Svar ráðuneytisins barst 22. maí sl. en þar kemur fram að ný umsögn gjafsóknarnefndar hafi borist ráðuneytinu 16. maí sl. þar sem ekki var mælt með gjafsókn. Í samræmi við umsögn gjafsóknarnefndar hafi beiðni A verið synjað með ákvörðun ráðuneytisins 17. maí sl.

Þar sem kvörtun yðar lýtur að töfum á afgreiðslu málsins og nú liggur fyrir að ráðuneytið hefur lokið meðferð þess tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af henni. Lýk ég því meðferð minni á kvörtuninni með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.