Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls. Aðgangur að gögnum og upplýsingum. Sjúkraskrá. Uppflettingar.

(Mál nr. 12214/2023)

Kvartað var yfir að forstjóri Landspítala hefði ekki svarað erindi. 

Í ljóskoma að beiðnin hafði verið afgreidd árið áður og yrði tiltekinn listi nú sendur með ábyrgðarpósti. Ekki var því tilefni til frekari aðgerða.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 22. júní 2023.

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar 30. maí sl. yfir því að forstjóri Landspítalans hafi ekki svarað erindi yðar 15. september 2022 um upplýsingar um uppflettingar úr sjúkraskrá yðar.

Í tilefni af kvörtuninni var forstjóra Landspítalans ritað bréf 7. júní sl. þar sem óskað var upplýsinga um hvort erindið hefði borist og þá hvað liði meðferð og afgreiðslu þess. Svar barst 20. júní sl. þar sem fram kemur að beiðni yðar hafi verið afgreidd 12. október 2022 og að umbeðin gögn hafi verið gerð aðgengileg inn á www.island.is. Þá var tekið fram í svörum til umboðsmanns að yður hafi verið send tilkynning með smáskilaboð í farsíma yðar þegar beiðnin var afgreidd á sínum tíma. Ennfremur er tekið fram að sjúkraskrár og skjaladeild ætli að senda yður uppflettilistann með ábyrgðarpósti.

Þar sem kvörtun yðar lýtur að töfum og í ljósi þess að erindi yðar hafi nú verið svarað tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af henni. Lýk ég því meðferð minni á kvörtuninni með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1992, um umboðsmann Alþingis.