Utanríkismál.

(Mál nr. 12240/2023)

Kvartað var yfir því að ákvörðun utanríkisráðherra um að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Rússlandi hefði ekki verið borin undir Alþingi.  

Þar sem ekki var kvartað undan athöfn, athafnaleysi eða ákvörðun stjórnvalds sem beindist sérstaklega að viðkomandi voru ekki skilyrði til að fjalla um kvörtunina.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 22. júní 2023.

  

   

Vísað er til kvörtunar yðar 11. júní sl. yfir því að ákvörðun utanríkisráðherra um að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Rússlandi hafi ekki verið borin undir Alþingi.

Um störf umboðsmanns Alþingis gilda samnefnd lög nr. 85/1997. Samkvæmt 2. gr. laganna er hlutverk hans að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt, sem nánar greinir í lögunum, og að tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laganna getur hver sá sem telur sig hafa verið beittan rangsleitni af hálfu stjórnvalds kvartað af því tilefni til umboðsmanns Alþingis. Í þessu ákvæði felst að kvörtun til umboðsmanns verður að lúta að tilteknum athöfnum eða ákvörðunum stjórnvalda sem beinast sérstaklega að þeim sem leggur fram kvörtun eða snerta beinlínis hagsmuni hans eða réttindi. Það er hins vegar ekki hlutverk umboðsmanns að láta fólki í té almennar álitsgerðir eða svara almennum lögspurningum.

Af kvörtun yðar, eins og hún er sett fram, verður ekki ráðið að kvartað sé yfir athöfn, athafnaleysi eða ákvörðun stjórnvalds í framangreindum skilningi. Brestur því lagaskilyrði til að hún verði tekin til frekari meðferðar.

Með hliðsjón af framangreindu lýk ég athugun minni á kvörtun yðar með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.