Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls. Sveitarfélög. Skattar og gjöld.

(Mál nr. 12203/2023)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu innviðaráðuneytisins á erindum vegna gjaldskrárfyrirkomulags íþróttamiðstöðvar og sundlaugar Grímsness- og Grafningshrepps.  

Ráðuneytið greindi umboðsmanni frá því að meðferð málsins hefði dregist vegna mikilla anna. Það hefði nú verið afgreitt með áliti sem fæli í sér að gjaldskráin sem varð tilefni erindis viðkomandi væri ólögmæt. Ekki var því ástæða til að aðhafast frekar.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 28. júní 2023.

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar 22. maí sl. yfir töfum á afgreiðslu innviðaráðuneytisins á erindum yðar vegna gjaldskrárfyrirkomulags íþróttamiðstöðvar og sundlaugar Grímsnes- og Grafningshrepps.

Í tilefni af kvörtun yðar var innviðaráðuneytinu ritað bréf 25. maí sl. þar sem óskað var upplýsinga um hvað liði meðferð og afgreiðslu erindisins.

Svar innviðaráðuneytisins barst 27. júní sl. ásamt afriti af áliti og fyrirmælum ráðuneytisins vegna stjórnsýslu Grímsnes- og Grafningshrepps. Í álitinu kemur meðal annars fram að sú gjaldskrá, sem varð tilefni erindis yðar, sé að mati ráðuneytisins ólögmæt. Í svari ráðuneytisins til umboðsmanns kemur fram að meðferð málsins hafi dregist vegna mikilla anna í ráðuneytinu og að málshefjandi sé beðinn velvirðingar á því.

Þar sem kvörtun yðar lýtur að töfum og í ljósi þess að ráðuneytið hefur komist að niðurstöðu í málinu, tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af henni. Lýk ég því meðferð minni á henni með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.