Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls. Sjúkratryggingar.

(Mál nr. 12239/2023)

Kvartað var yfir Sjúkratryggingar Íslands hefðu ekki svarað erindi frá National Health Service í Bretlandi í tengslum við beiðni viðkomandi um endurgreiðslu útlagðs sjúkrakostnaðar á Íslandi.  

Sjúkratryggingar greindu frá því að ekkert erindi varðandi þetta væri að finna í málakerfum stofnunarinnar og því voru ekki forsendur til að taka kvörtunina til frekari athugunar.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 19. júlí 2023.

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar til umboðsmanns Alþingis 14. júní sl. sem beindist að Sjúkratryggingum Íslands og laut að því að stofnunin hefði ekki svarað erindi National Health Service (NHS) í Bretlandi í tengslum við beiðni yður um endurgreiðslu útlags sjúkrakostnaðar yðar á Íslandi.

Í tilefni af erindi yðar var Sjúkratryggingum Íslands ritað bréf 15. júní sl. þar sem þess var óskað að stofnunin upplýsti um hvort erindið hefði borist og hvað liði þá meðferð þess og afgreiðslu. Nú hefur borist bréf stofnunarinnar 30. júní sl., sem fylgir hjálagt í ljósrit, þar sem fram kemur að í málakerfum hennar finnist ekki erindi frá yður eða NHS vegna útlagð lækniskostnaðar yðar á Íslandi.

Í ljósi framangreind hef ég ekki forsendur til að taka kvörtun yðar til frekari athugunar og læt því málinu lokið, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Ég bendi yður á að hafa samband við NHS og óska eftir því að erindið verði sent á ný.