Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 12256/2023)

Kvartað var yfir töfum á meðferð máls hjá innviðaráðuneytinu.  

Í svari frá ráðuneytinu kom fram að málinu hafði lokið með úrskurði fyrir hálfu ári og því var ekki ástæða til að aðhafast frekar.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 19. júlí 2023.

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar 23. júní sl. yfir töfum á meðferð málsins SRN19100101.  

Í tilefni af kvörtun yðar var innviðaráðuneytinu ritað bréf 3. júlí sl. þar sem þess var óskað að það upplýsti um hvað liði meðferð og af­greiðslu málsins. Nú hefur borist svar frá ráðuneytinu 10. júlí sl. þar sem fram kemur að málinu hafi lokið með úrskurði 29. desember 2022.  Í ljósi þess tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtun yðar.

Með vísan til framangreinds er athugun minni á erindi yðar lokið, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.