Gjafsókn.

(Mál nr. 12212/2023)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu umsóknar um gjafsókn bæði hjá dómsmálaráðuneytinu og gjafsóknarnefnd.  

Í svari ráðuneytisins kom fram að beiðninni hafði verið svarað hálfu ári fyrr og því var ekki ástæða til að aðhafast frekar.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 28. júlí 2023.

  

   

Vísað er til kvörtunar yðar til umboðsmanns Alþingis 29. maí sl. sem beinist að dómsmálaráðuneytinu og gjafsóknarnefnd og lýtur að töfum á afgreiðslu umsóknar yðar um gjafsókn vegna fyrirhugaðrar málshöfðunar.

Í tilefni af kvörtun yðar var dómsmálaráðuneytinu ritað bréf 12. júlí sl. þar óskað var upplýsinga um hvort ráðuneytið hefði til meðferðar umsókn um gjafsókn vegna yðar og þá hvað liði meðferð og afgreiðslu hennar. Nú hafa borist svör ráðuneytisins með bréfi 13. júlí sl., sem fylgir hjálagt í ljósriti. Þar kemur fram að umsögn nefndarinnar hafi borist ráðuneytinu 10. janúar sl. Í samræmi við hana hafi umsókn yðar verið synjað 13. þess mánaðar og ákvörðunin send lögmanni yðar 18. sama mánaðar.

Þar sem kvörtun yðar laut að því að umsókn yðar hefði ekki hlotið afgreiðslu tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtun yðar. Lýk ég því meðferð minni á málinu með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Ég tek þó fram að séuð þér ósáttir við ákvörðun ráðuneytisins í málinu getið þér leitað til mín að nýju með sérstaka kvörtun þar að lútandi.