Skattar og gjöld. Álagning stöðubrotsgjalds.

(Mál nr. 12197/2023)

Kvartað var yfir álagningu Bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar á stöðubrotsgjaldi. 

Í svari borgarinnar kom fram að álagningin hefði ekki verið byggð á viðeigandi lagagrunni og gjaldið því endurgreitt. Ekki var því ástæða til að aðhafast frekar.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 15. ágúst 2023.

  

   

Vísað er til kvörtunar yðar til umboðsmanns Alþingis 16. maí sl. sem beinist að Bílastæðasjóði Reykjavíkurborgar og lýtur að álagningu stöðubrotsgjalds á yður vegna lagningar bifreiðarinnar [...] við [...] í Reykjavík 26. apríl sl.

Í tilefni af kvörtun yðar var óskað eftir nánari upplýsingum og skýringum frá Reykjavíkurborg með bréfum 25. maí og 4. júlí sl. Nú hefur borist svar frá Reykjavíkurborg með bréfi 3. ágúst sl., sem fylgir hjálagt í ljósriti, þar sem m.a. kemur fram að álagningin hafi ekki verið byggð á viðeigandi lagagrunni og að að ákveðið hafi verið að endurgreiða yður gjaldið.

Í ljósi framangreinds tel ég ekki tilefni til þess að aðhafast frekar vegna málsins og læt athugun minni lokið, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.