Jafnréttismál. Jafnrétti kynjanna.

(Mál nr. 12226/2023)

Kvartað var yfir úrskurði kærunefndar jafnréttismála.  

Þar sem nefndin afturkallaði úrskurð sinn og tilkynnti að málið yrði endurupptekið var ekki tilefni til að aðhafast frekar.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 26. september 2023.

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar, fyrir hönd A, yfir úrskurði kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 18/2021. Með úrskurðinum komst nefndin að þeirri niðurstöðu að X ehf. hefði hvorki brotið gegn lögum nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, né lögum nr. 86/2018, um jafna meðferð á vinnumarkaði, við ákvörðun launa hennar og annarra kjara, en að brotið hefði verið gegn 1. mgr. 20. gr. laga nr. 150/2020 og 1. mgr. 13. gr. laga nr. 86/2018 við uppsögn hennar úr starfi framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu.

Í tilefni af kvörtun yðar var úrskurðarnefnd jafnréttismála ritað bréf 10. júlí sl. þar sem annars vegar var óskað eftir öllum gögnum framangreinds máls og hins vegar tilteknum upplýsingum og skýringum. Mér hefur nú borist afrit af tölvubréfi nefndarinnar til yðar 20. september sl. þar sem yður er tilkynnt að nefndin hafi með úrskurði í máli nr. 15/2023 afturkallað úrskurðinn í máli nr. 18/2021 og málið verði endurupptekið. Að því virtu tel ég ekki tilefni til þess að aðhafast frekar vegna kvörtunar yðar. Ég tek þó fram að ef umbjóðandi yðar telur sig enn beitta rangs­leitni að fenginni nýrri niðurstöðu nefndarinnar getur hún leitað til mín að nýju vegna þess.

Með vísan til framangreinds læt ég athugun minni á málinu lokið, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.