07. ágúst 2013

Vegna sumarlokana Sjúkratrygginga Íslands og úrskurðarnefndar almannatrygginga

Settum umboðsmanni Alþingis hafa borist bréf velferðarráðuneytisins í tilefni af fyrirspurn vegna sumarlokana hjá Sjúkratryggingum Íslands og úrskurðarnefnd almannatrygginga.


Í bréfi ráðuneytisins til umboðsmanns kemur meðal annars fram að ráðuneytið hyggist mælast til þess að stofnanir sem undir það heyra haldi uppi nauðsynlegri þjónustu yfir sumartímann og grípi ekki til sumarlokana. Settur umboðsmaður telur því ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna málsins á grundvelli heimildar sinnar til að taka mál til athugunar að eigin frumkvæði.
 
Bréf setts umboðsmanns til velferðarráðuneytisins.