21. júní 2022

Kæruleið ekki tæmd

Að undanförnu hafa umboðsmanni borist nokkrar samhljóða kvartanir sem allar eiga það sammerkt að kæruleið hefur ekki verið tæmd í málunum og því ekki skilyrði til þess að hann fjalli um þær.

Ef skjóta má máli til æðra stjórnvalds getur umboðsmaður ekki fjallað um það fyrr en æðra stjórnvaldið hefur fellt úrskurð sinn í málinu. Í þeim tilfellum sem hér um ræðir var kvartað yfir að landlæknir hefði vísað kvörtunum frá og byggðist frávísunin á því að þær lytu ekki að störfum heilbrigðisstarfsmanna sem teldust til heilbrigðisþjónustu. Þar sem málsmeðferð landlæknis hafði ekki verið kærð til heilbrigðisráðherra og þannig látið reyna á hana hjá æðra stjórnvaldi voru, að svo stöddu, ekki forsendur að lögum til að umboðsmaður fjallaði um kvartanirnar.