09. september 2022

Laust starf lögfræðings

Umboðsmaður Alþingis mun á næstunni ráða í starf lögfræðings.

Starfið felur einkum í sér athugun og greiningu á málum sem eru til meðferðar hjá umboðsmanni og samskipti þeim tengd. Í því felst m.a. að greina þarf lögfræðileg álitaefni og gera tillögur að niðurstöðu auk þess að inna af hendi önnur verkefni á skrifstofu umboðsmanns, s.s. ráðgjöf og leiðbeiningar til þeirra sem leita til embættisins.

  • Leitað er að lögfræðingi með embættis- eða meistarapróf í greininni.
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi lagt sig eftir stjórnsýslurétti eða skyldum greinum í námi eða hafi starfsreynslu á því sviði.
  • Gerð er krafa um gott vald á ritun texta á íslensku.
  • Gerð er krafa um góða kunnáttu í ensku og kunnáttu í einu Norðurlandamáli.
  • Um er að ræða krefjandi starf á sviði lögfræði. Lögð er áhersla á að umsækjendur geti unnið sjálfstætt að greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitaefna, séu skipulagðir og hafi gott vald á aðferðafræði lögfræðinnar.
  • Leitað er eftir einstaklingi sem hefur til að bera frumkvæði, ríka þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.

Áhugasamir sem uppfylla ofangreindar hæfniskröfur eru hvattir til að senda inn umsókn. Um starfskjör fer eftir kjarasamningi og nánara samkomulagi.

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og önnur atriði skal senda á netfangið postur@umbodsmadur.is eða á skrifstofu umboðsmanns Alþingis, Þórshamri, Templarasundi 5, 101 Reykjavík, merkt: Starfsumsókn. Þess er óskað að í umsókn um starfið verði gerð grein fyrir þekkingu og reynslu umsækjanda í samræmi við framangreint og að staðfesting um nám fylgi.

Umsóknarfrestur er til og með 26. september nk.

Nánari upplýsingar um starfið eru veittar hjá umboðsmanni Alþingis í síma 510 6700.