Umboðsmaður kynnti í morgun ársskýrslu sína fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins og svaraði spurningum nefndarmanna.
Í skýrslunni, sem einnig er birt rafrænt í styttri útgáfu á ensku, eru helstu mál liðins árs reifuð og farið í saumana á því sem hæst bar í starfseminni. Viðbrögð stjórnvalda við tilmælum og ábendingum tíunduð og greint frá því helsta í frumkvæðis- og OPCAT-eftirliti umboðsmanns.
Að þessu sinni var, að ósk nefndarinnar, jafnframt fjallað um bréf umboðsmanns til forseta Alþingis þar sem vakin var athygli á meinbugum á lögreglulögum m.t.t. heimilda ríkislögreglustjóra til að fela erlendum lögreglumönnum framkvæmd „annarra löggæsluverkefna“. Tilefni bréfsins voru störf vopnaðra einkennisklæddra erlendra lögreglumanna í miðbæ Reykjavíkur í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í maí sl.