15. desember 2023

Ráðherra spurður um þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki

Heilbrigðisráðherra hefur verið beðinn um upplýsingar um hvort fréttir af þvinguðum ófrjósemisaðgerðum á fötluðu fólki á Íslandi hafi leitt til einhverra viðbragða hans og þá hverra.

Í lok nóvember vakti umfjöllun um þetta í erlendum og innlendum fjölmiðlum athygli. Þar kom m.a. fram að frá árinu 2019 hafi Ísland bannað ófrjósemisaðgerðir án samþykkis nema í læknisfræðilegri nauðsyn. Legnám teljist hins vegar vera læknismeðferð og því undanskilið banninu. Þá taki lög ekki á því hvernig fatlaðir einstaklingar geti samþykkt slíkar aðgerðir. Umboðsmaður óskar eftir upplýsingum um möguleg viðbrögð ráðherra við umfjölluninni, á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda hans, fyrir 5. janúar 2024.   

   

   

Bréf umboðsmanns til heilbrigðisráðherra