29. apríl 2024

Ríkislögreglustjóri spurður um notkun lögreglunnar á einkennismerkjum

Óskað hefur verið eftir upplýsingum og skýringum frá ríkislögreglustjóra á notkun lögreglunnar á einkennismerkjum.

Athygli umboðsmanns var vakin á því að lögregluembætti noti merki sem ekki séu í samræmi við reglugerð um einkenni og merki lögreglunnar. Einnig að einkennisfatnaður sérsveitarinnar sé auðkenndur með merkjum sem ekki eigi sér stoð í reglum. Í bréfi sínu til ríkislögreglustjóra reifar umboðsmaður þau lagaákvæði og reglur sem gilda um auðkenningu lögreglunnar og tekur fram að svo virðist sem ekki sé farið eftir þeim. Beðið er um skýringar á því og hvernig notkun breyttra merkja samræmist ákvæðum reglugerða. Jafnframt er spurt um aðdraganda þess að merkjum var breytt og hvers vegna.  

  

 

Bréf umboðsmanns til ríkislögreglustjóra