12. maí 2025

Áskilnaður um rafrænar starfsumsóknir til skoðunar

Nokkur brögð eru að því að í auglýsingum um laus opinber störf komi fram að aðeins sé hægt að sækja um þau rafrænt. Í tilefni af því hefur umboðsmaður óskað eftir upplýsingum frá nokkrum stjórnvöldum um starfsauglýsingar þeirra að þessu leyti.

Lúta fyrirspurnir umboðsmanns annars vegar að því hvort þetta sé almennt gert í starfsauglýsingum frá þeim og hins vegar á hvaða lagagrundvelli það byggist. Í kjölfar svaranna verður ákveðið hvort þetta verði tekið til frekari athugunar.