11. júlí 2025

Sjónarmið um aðgang að gögnum í ráðningarmálum áréttuð

Afgreiðsla Fjarskiptastofu á beiðni um aðgang að gögnum vegna ráðningar í starf var ekki í samræmi við stjórnsýslulög. Af því tilefni áréttar umboðsmaður ýmis sjónarmið sem áður hefur verið fjallað um í slíkum málum.

Afgreiðsla Fjarskiptastofu á beiðninni var ekki í samræmi við fyrirmæli stjórnsýslulaga, stofnunin gætti ekki að leiðbeiningarskyldu sinni samkvæmt sömu lögum eða að skyldu sinni til að skrá upplýsingar um forsendur ákvörðunarinnar samkvæmt upplýsingalögum. Þá var ákvörðun stofnunarinnar, um að taka umsóknir sem bárust utan auglýsts umsóknarfrests til efnislegrar meðferðar, ekki í samræmi við lög.

Mælst er til þess að Fjarskiptastofa taki beiðni um aðgang að gögnum málsins til endurskoðunar, verði eftir því leitað, og hagi meðferð málsins í samræmi við sjónarmiðin í álitinu og ákvæði stjórnsýslulaga um upplýsingarétt aðila máls. Jafnframt að taka framvegis mið af þessu.

  

Álit umboðsmanns í máli nr. 12937/2025

 

 

Tengd frétt

Óviðunandi afgreiðslur stjórnvalda á beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum