Skoðun á verklagi vegna útiveru sjúklinga sem eru nauðungarvistaðir í geðþjónustu á deild 33A er hafin á Landspítala í kjölfar fyrirspurnar umboðsmanns.
Ábending barst um að á deildinni væri þeirri vinnureglu fylgt að sjúklingar sem væru nauðungarvistaðir í allt að 21 sólarhring ættu ekki kost á útiveru fyrr en að liðnum þeim tíma. Vegna þessa óskaði umboðsmaður eftir upplýsingum frá spítalanum um hvort og þá með hvaða hætti tryggt væri að sjúklingunum byðist útivist. Einnig bað hann um að fá verklagsreglur þar að lútandi ef þær lægju fyrir.
Í svari Landspítala kom fram að sjúklingarnir hefðu aðgang að lokuðum garði innan geðþjónustunnar á daginn og kvöldin og fengju að fara þangað í fylgd starfsmanns. Ekki lægju fyrir verklagsreglur um útiveruna. Þá var greint frá því að ákveðið hefði verið að skoða verklagið frekar og sú vinna væri hafin. Í ljósi þess ákvað umboðsmaður að láta athugun sinni lokið en fylgjast þó áfram með framvindunni.
Svar Landspítala til umboðsmanns
Bréf umboðsmanns til Landspítala