Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls. Opinberir starfsmenn.

(Mál nr. 13059/2024)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á erindi.  

Eftir fyrirspurn umboðsmanns til lögreglustjórans létu bæði embættið og sá sem kvartaði vita að erindinu hefði verið svarað. Ekki var því ástæða til að aðhafast frekar.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 27. janúar 2025.

  

  

Vísað er til kvörtunar þinnar 20. desember 2024 yfir töfum á afgreiðslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á erindi þínu frá 22. desember 2021 og laut að launakjörum þínum.

Í tilefni af kvörtun þinni var lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu ritað bréf 8. janúar sl. þar sem óskað var upplýsinga um hvað liði meðferð og afgreiðslu erindis þíns. Með tölvupósti 14. sama mánaðar upplýstir þú umboðsmann um að embættið hefði svarað erindinu og 23. sama mánaðar barst umboðsmanni svar lögreglustjóra um að erindinu hefði verið svarað. Í svarbréfi lögreglustjóra kom fram að embættinu þætti miður hvernig afgreiðslu þess hefði verið háttað auk þess sem afrit af svari þess til þín fylgdi hjálagt.

Þar sem kvörtun þín lýtur að töfum og í ljósi þess að erindi þínu hefur verið svarað tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af henni. Lýk ég því meðferð minni á henni með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.