Kvartað var yfir úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Þar sem úrskurðurinn, sem kvörtunin laut að, féll utan þess ársfrests sem mælt er fyrir um í lögum um umboðsmann var umboðsmanni ekki fært að taka málið til frekari athugunar.
Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 17. desember 2025.
Vísað er til kvörtunar A 3. desember sl. yfir úrskurði kærunefndar útlendingamála 31. október 2024 í máli nr. [...]. Með honum var staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að taka ekki til efnismeðferðar umsókn A og tilgreindrar konu um alþjóðlega vernd og brottvísa þeim frá landinu. Þá var staðfest ákvörðun stofnunarinnar um að synja syni A um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli 74. gr. laga nr. 80/2016, um útlendinga.
Um hlutverk umboðsmanns Alþingis og skilyrði fyrir því að kvörtun verði tekin til meðferðar er fjallað í lögum nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Meðal skilyrða þess að kvörtun verði tekin til meðferðar af hálfu umboðsmanns er að hún sé borin fram innan árs frá því er stjórnsýslugerningur sá er um ræðir var til lykta leiddur, sbr. 2. mgr. 6. gr. laganna. Ljóst er að úrskurður sá sem kvörtunin snýr að er frá 31. október 2024 og því utan þess frests. Því eru ekki uppfyllt skilyrði að lögum til þess að erindið verði tekið til frekari athugunar.
Með vísan til framangreinds lýk ég athugun minni á kvörtuninni, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.