Útlendingar. Dvalarleyfi. Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls. Ekki ástæða til aðgerða. Skýringar fengnar.

(Mál nr. 424/2025)

A kvartaði yfir töfum á afgreiðslu umsóknar um dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun.

Að fengnum skýringum Útlendingastofnunar varð ráðið að dvalarleyfisumsóknin væri í vinnslu hjá stofnuninni og að tafir á afgreiðslu þess mætti rekja til þess að beðið væri eftir niðurstöðu áreiðanleikakönnunar lögreglu. Taldi umboðsmaður sig ekki hafa forsendur til að aðhafast frekar í málinu að svo stöddu.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 14. janúar 2026.