A kvartaði yfir fyrirkomulagi innheimtu og endurgreiðslu kílómetragjalds af eiganda bifreiðar á íslenskum númerum þegar akstur ætti sér stað í öðru landi.
Þar sem kvörtunin laut að fyrirkomulagi sem Alþingi hafði tekið afstöðu til með lögum auk þess ekki lá fyrir ákvörðun, athöfn eða athafnaleysi stjórnvalds sem beindist sérstaklega að A eða varðaði beinlínis hagsmuni hans eða réttindi umfram aðra, voru ekki uppfyllt skilyrði til þess að kvörtunin yrði tekin til frekari meðferðar.
Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 14. janúar 2025.