Skattar og gjöld. Álagning stöðubrotsgjalds. Ekki ástæða til aðgerða.

(Mál nr. 560/2025)

Kvartað var yfir álagningu stöðubrotsgjalds.

Þar sem fyrir lá að bifreiðinni hefði í umrætt sinn verið lagt í stæði fyrir ökutæki fatlaðs fólks án stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða taldi umboðsmaður ekki efni til að gera athugasemdir við álagningu gjaldsins.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 14. janúar 2026.