A kvartaði yfir því að hafa ekki borist svar við skriflegu erindi sínu til innanríkisráðuneytisins, dags. 14. janúar sl. Í erindinu var vísað til samskipta hans við ýmsar stofnanir vegna tilrauna hans til að afla sér tiltekinna upplýsinga um gjaldtöku og skattlagningu vegna notkunar á heitu vatni og varð ekki betur séð en að erindi hans til ráðuneytisins lyti að því. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns um málið kom fram að afgreiðslu erindisins væri nú lokið. Umboðsmaður leit því svo á að A hefði fengið leiðréttingu mála sinna og taldi ekki tilefni til að fjalla frekar um kvörtun hans og lauk málinu með bréfi, dags. 24. maí 2011, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.