A kvartaði yfir ummælum þingmanns í fjölmiðlum í tilefni af þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 20. október 2012 um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.
Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 26. október 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.
Umboðsmaður benti á að samkvæmt a-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/1997 tæki starfssvið umboðsmanns Alþingis ekki til starfa Alþingis. Samkvæmt því féllu störf Alþingis og alþingismanna utan við starfssvið umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður taldi því bresta lagaskilyrði til að geta tekið kvörtun A til frekari meðferðar og lauk athugun sinni á málinu.